Hoppa yfir valmynd
8. mars 2004 Forsætisráðuneytið

Vegna kjarasamninga

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga

á almennum vinnumarkaði

Til að greiða fyrir kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hefur ríkisstjórnin ákveðið eftirfarandi:

  1. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að það fyrirkomulag varðandi fjármögnun starfsmenntasjóða verkafólks sem gilt hefur frá árinu 2000 verði framlengt til ársloka 2007, þannig að á þessu tímabili komi greiðslur frá Atvinnuleysistryggingasjóði til starfsmenntasjóðanna í samræmi við fyrirliggjandi tillögur Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambands Íslands og Flóabandalagsins þar að lútandi.
  2. Ríkisstjórnin lýsir yfir því að hún er reiðubúin að taka upp viðræður við sérstaka lífeyrisnefnd sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hyggjast koma á fót um hugsanlega aðkomu stjórnvalda að tilteknum þáttum er sú nefnd mun taka til meðferðar m.a. að því er varðar verkaskiptingu milli lífeyrissjóða og almannatrygginga.
  3. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki og verði frá 1. mars 2004 kr. 88.767 en hækki síðan um 3% 1. janúar 2005, 2,5% 1. janúar 2006 og um 2,25% 1. janúar 2007.
  4. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að almennt tryggingagjald lækki um 0,45% frá 1. janúar 2007 gegn því að Samtök atvinnulífsins samþykki að iðgjald atvinnurekenda til sameignarlífeyrissjóða verði frá þeim degi 8%.

 

Reykjavík, 7. mars 2004.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum