Hoppa yfir valmynd
24. mars 2004 Forsætisráðuneytið

Auglýsing um framboð og kjör forseta Íslands

Forsætisráðuneytið hefur í dag látið birta svolátandi auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands:

Kjör forseta Íslands skal fara fram laugardaginn 26. júní 2004.

Framboðum til forsetakjörs skal skila til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningarbærir, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag.

Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna, en mest 3000, er skiptist þannig eftir landsfjórðungum:

Úr Sunnlendingafjórðungi (þ.e. Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Gaulverjabæjarhreppur, Sveitarfélagið Árborg, Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær, Vatnsleysustrandarhreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Bessastaðahreppur, Kópavogsbær, Reykjavík, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Akranes-kaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Skorradalshreppur og Borgarfjarðarsveit) sé minnst 1.181 meðmælandi, en mest 2.362.

Úr Vestfirðingafjórðungi (þ.e. Hvítársíðuhreppur, Borgarbyggð, Kolbeinsstaða-hreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Saurbæjarhreppur, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árnes-hreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur, Broddaneshreppur og Bæjarhreppur) séu minnst 75 meðmælendur, en mest 150.

Úr Norðlendingafjórðungi (þ.e. Húnaþing vestra, Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Blönduósbær, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Höfða-hreppur, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Siglufjarðarkaupstaður, Grímseyjarhreppur, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakka-hreppur, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit, Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær og Tjörneshreppur) séu minnst 178 meðmælendur, en mest 355.

Úr Austfirðingafjórðungi (þ.e. Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Raufarhafnar-hreppur, Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur, Skeggjastaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Norður-Hérað, Fljótsdalshreppur, Fellahreppur, Austur-Hérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðis-fjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Mjóafjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Austurbyggð, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður) séu minnst 66 meðmælendur, en mest 133.

Auglýsingin er gefin út samkvæmt lögum nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands, með síðari breytingum.


Í Reykjavík, 24. mars 2004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum