Hoppa yfir valmynd
24. september 2004 Forsætisráðuneytið

Íslandskynning í París

Mánudaginn 27. september mun Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra opna viðamikla Íslandskynningu í París en á þessari kynningu verða fjölmargir atburðir á sviði vísinda, menningar og lista. Kynningin er skipulögð sameiginlega af frönskum og íslenskum stjórnvöldum með öflugum stuðningi fjölmargra íslenskra og einnig franskra fyrirtækja.

Sama dag mun Halldór Ásgrímsson einnig eiga fund með Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra Frakklands.

Í Reykjavík, 24.september 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum