Hoppa yfir valmynd
25. september 2002 Forsætisráðuneytið

Samráð ríkisins og Landssambands eldri borgara

Frétt nr.: 40/2002

Samráð ríkisins og Landssambands eldri borgara

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að efna til formlegs samráðs við Landssamband eldri borgara um breytingar á almannatryggingalögum og endurskoðun á lífeyrisgreiðslum er komi til framkvæmda á næstu árum. Einnig verður fjallað um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við aldraða með það að markmiði að draga úr biðtíma og bæta þjónustu.

Af hálfu ríkisins munu koma að þessu samráði Vilborg Hauksdóttir tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Þór G. Þórarinsson tilnefndur af félagsmálaráðherra, Ólafur Hjálmarsson tilnefndur af fjármálaráðherra, Skarphéðinn B. Steinarsson tilnefndur af forsætisráðherra og Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður sem leiðir starf hópsins. Af hálfu Landssambands eldri borgara verða Pétur Guðmundsson, Marías Þ. Guðmundsson, Karl Gústaf Ásgrímsson, Einar Árnason og Benedikt Davíðsson.

Í Reykjavík, 25. september 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum