Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2003 Forsætisráðuneytið

Opinber heimsókn til Japans

Frétt nr.: 1/2003

Opinber heimsókn til Japans

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, verða í opinberri heimsókn í Japan dagana 14.-17.janúar. Í heimsókninni mun forsætisráðherra eiga fund með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Forsætisráðherra mun einnig hitta samgönguráðherra Japans, japanska þingmenn og fulltrúa fyrirtækja og ávarpa stofnfund íslensks-japansks verslunarráðs.

Dagana 10.-11. janúar situr Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, leiðtogafund Barentsráðsins í stað Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Fundurinn verður haldinn í Kirkenes í Norður-Noregi.

Í Reykjavík, 9. janúar 2003

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum