Hoppa yfir valmynd
4. mars 2003 Forsætisráðuneytið

Efnisvaki fyrir stjórnarráðsvefinn

Efnisvaki - áskrift að fréttum
Efnisvaki - áskrift að fréttum

Efnisvaki fyrir stjórnarráðsvefinn

Stjórnarráðið býður nú notendum vefja sinna upp á vöktun á ýmsum fréttasíðum ráðuneytanna og að fá sendar tilkynningar í tölvupósti um nýtt efni um leið og það birtist á vefnum. Augljóst hagræði er af þessu fyrir notendur þar sem þeir þurfa ekki lengur sjálfir að vakta nýtt efni á vefnum. Í boði eru átján efnisflokkar. Gerast má áskrifandi að eins mörgum efnisflokkum og áhugi er á og fyrir hvern þeirra er unnt að ákveða hve ört tilkynningar um nýtt efni berast. Einfalt er að segja upp áskrift að einstökum efnisflokkum eða breyta tíðni áminninga. Þá er einnig boðið upp á svokallaða RSS þjónustu fyrir téða efnisflokka en RSS er staðall til að miðla úr upplýsingaveitum yfirliti greina líðandi stundar.

Til að skoða áskriftarmöguleika og gerast áskrifandi að einum eða fleirum efnisflokkum er einfaldlega farið á efnisvaki.stjr.is þar sem nánari fyrirmæli er að finna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum