Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2005 Forsætisráðuneytið

Verndum bernskuna

Forsætisráðuneytið, Þjóðkirkjan og Velferðarsjóður barna hafa tekið höndum saman um átak í uppeldismálum undir heitinu Verndum bernskuna.

Uppeldi barna og staða fjölskyldunnar hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Þetta átak er einn liður í því að bæta stöðu barna í samfélagi okkar og styrkja foreldra/forráðamenn í uppeldishlutverkinu.

Átaki þessu verður hleypt af stokkunum næsta haust með margvíslegum viðburðum og útgáfu efnis. Þar má nefna málþing um barnið og bernskuna í íslensku samfélagi, kynningarherferð í fjölmiðlum, svo og kynningarfundi meðal foreldra/forráðamanna í skólum, kirkju,- íþrótta- og félagsstarfi. Það efni sem stuðst verður við í átakinu er almenns eðlis og ekki sérstaklega bundið við trúarleg gildi.

Samstarfsyfirlýsing um átaksverkefni þetta var undirrituð af Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra, Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands og Valgerði Ólafsdóttur þroskasálfræðingi frá Velferðarsjóði barna.


Í Reykjavík, 27. janúar 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum