Hoppa yfir valmynd
14. júní 2005 Forsætisráðuneytið

Ræða tillögur um breytt skipulag Norrænu ráðherranefndarinnar

Valgerður Sverrisdóttir samstarfsráðherra sækir fund með samstarfsráðherrum Norðurlanda sem haldinn er skammt norðan við Kaupmannahöfn í Kongens Lyngby á miðvikudag, 15 júní. Á fundinum verða í fyrsta skipti ræddar víðtækar tillögur sem vonir standa til að muni gera starf Norrænu ráðherranefndarinnar skilvirkara og nútímalegra. Tillögurnar eru unnar af Norrænu samstarfsnefndinni samkvæmt beiðni samstarfsráðherranna, en nái þær fram að ganga mun ráðherranefndum fækka frá því sem nú er. Markmið breytinganna er ekki hvað síst að auka pólitískt vægi þess starfs sem fram fer á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Af öðrum málum sem rædd verða á fundinum má annars vegar nefna sérstaka áætlun um samstarf ráðherranefndarinnar við Rússland, en mikil áhersla er nú lögð á að treysta það, og hins vegar nýja áætlun um starfsemi ráðherranefndarinnar á Norðurskautssvæðunum. Norðurskautssamstarfið hefur á undanförnum árum komist æ betur í forgrunn norræns samstarfs, en fyrsta Norðurskautsáætlunin er frá árinu 1996.

                                                                                                                    Reykjavík 14. júní 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum