Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2005 Forsætisráðuneytið

Eingreiðsla til öryrkja, ellilífeyrisþega og aðila á atvinnuleysisskrá

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og aðilar á atvinnuleysisskrá muni fá eingreiðslu þá sem aðilar vinnumarkaðarins sömdu um sín í milli fyrr í vikunni. Eingreiðslan reiknast sem álag á tekjutryggingu. Miðað er við að greiðslan komi til útborgunar 1. desember næstkomandi.

 

Reykjavík 18. nóvember 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum