Hoppa yfir valmynd
14. desember 2005 Forsætisráðuneytið

Samstarfsráðherrar ræða aukið samstarf við grannsvæðin í austri

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, situr fund með norrænum samráðherrum sínum í Kaupmannahöfn á morgun, miðvikudaginn 14. desember. Á fundinum verður m.a. rætt um aukið samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar við Rússland, en 22. desember n.k. verður undirritað í Moskvu samkomulag ráðherranefndarinnar og rússneskra stjórnvalda um opnun norrænnar upplýsingaskrifstofu í Kaliningrad. Þar með er mikilvægum áfanga náð en að þessu máli hefur verið unnið síðan 2000. Einnig verður til umræðu nánara samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar og Barentsráðsins, stuðningur ráðherranefndarinnar við háskóla sem gerður var brottrækur frá Minsk í Hvítarússlandi og starfar nú í Vilnius, og nýbreytni í samstarfinu við Eystrasaltsríkin eftir að þau gengu í ESB. Þá verður einnig rætt um umsókn Færeyinga að Norrænu ráðherranefndinni og tekin fyrsta umræða um áherslur norrænu fjárlaganna fyrir árið 2007. Fundurinn hefst kl. 8.30 að staðartíma og lýkur kl. 13.00.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Anna Þórðardóttir eftir kl. 12.00 að íslenskum tíma í síma 896-1233.

 

 

                                                                                                        Reykjavík 13. desember 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum