Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2002 Forsætisráðuneytið

Heimsókn Kínaforseta

16. ágúst 2002

Kostnaður vegna heimsóknar Kínaforseta

Vísað er til tölvupósts frá fréttastofu útvarps sem barst forsætisráðuneytinu 9. ágúst sl. þar sem óskað er upplýsinga um kostnað vegna komu forseta Kína hingað til lands í júní sl. Kostnaðurinn nemur samtals um 38,7 milljónum króna og eru helstu útgjaldatilefni sem hér segir:

Aðkeyptur akstur 4.443 þús.kr.
Kvöldverðarboð og önnur risna 4.949 þús.kr.
Gistikostnaður 1.057 þús.kr.
Kostnaður vegna þyrlu 2.245 þús.kr.
Löggæsla 17.867 þús.kr.
Prentun, ljósmyndun o.fl. 2.022 þús.kr.
Framkvæmdir á Þingvöllum 445 þús.kr.
Emb. ríkislögreglustjóra, rekstur og útgjöld 4.781 þús.kr.

Samkvæmt upplýsingum Flugleiða nema endurgreiðslur á farmiðum til meðlima Falun Gong samtals 900 þús.kr. og koma þær til viðbótar framangreindri fjárhæð.

Sá kostnaður sem gerð er grein fyrir að framan hefur verið gjaldfærður á forsætisráðuneyti (9,3 m.kr.), dóms- og kirkjumálaráðuneyti (22,6 m.kr.) og skrifstofu forseta Íslands (6,8 m.kr.). Fyrirvari er gerður um að einstaka tölur kunna enn að breytast.


Í Reykjavík, 16. ágúst 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum