Hoppa yfir valmynd
30. október 2006 Forsætisráðuneytið

Fundir forsætisráðherra Norðurlanda í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sækir í dag fund norrænu forsætisráðherranna með forsætisráðherrum Eistlands, Lettlands og Litháens. Á morgun munu norrænu forsætisráðherrarnir eiga með sér fund auk þess sem þeir hitta forsætisnefnd Norðurlandaráðs og stjórnarleiðtoga Grænlands, Færeyja og Álands. Forsætisráðherra mun jafnframt sitja 58. þing Norðurlandaráðs sem hefst á morgun og lýkur á fimmtudag.

Nánari upplýsingar um fundi forsætisráðherra veitir Snjólaug Ólafsdóttir í síma 896 3962

 

 

Reykjavík 30. október 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum