Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2008 Forsætisráðuneytið

Styrkir til atvinnulegrar endurhæfingar

Samningateymi á vegum forsætisráðuneytis, félags- og tryggingamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og menntamálaráðuneytis auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til atvinnulegrar endurhæfingar. Markmið með styrkveitingu er að efla atvinnuþátttöku þeirra sem eru utan vinnumarkaðar eða í jaðarstöðu á vinnumarkaði. Sérstaklega er leitað eftir umsóknum frá fyrirtækjum sem eru í samstarfi eða hyggja á samstarf við fyrirtæki á almennum vinnumarkaði um atvinnuþátttöku að endurhæfingu lokinni. Umsókn ásamt lýsingu á starfsemi og sundurliðaðri fjárhagsáætlun skal skila til forsætisráðuneytisins fyrir 30. apríl nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum