Hoppa yfir valmynd
15. júní 1999 Forsætisráðuneytið

Norræn aldamótanefnd

Fréttatilkynning:

Norðurlandaskrifstofa forsætisráðuneytis
Þriðjudagur 15. júní 1999


Norræn aldamótanefnd mun leggja drög að framtíð Norðurlanda


Samstarfsráðherrar Norðurlanda skipuðu í dag nefnd sem móta á framtíðarsýn fyrir norrænu þjóðfélögin og þróunina á svæðinu. Aldamótanefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar á að leggja fram tillögur þar að lútandi fyrir 1. september árið 2000.

Samstarfsráðherrar Norðurlanda óska eftir tillögum að því hvernig tekist verður á við þær áskoranir sem norrænu löndin standa frammi fyrir við árþúsundamótin.

Af þessu tilefni tóku samstarfsráðherrar Norðurlanda á fundi sínum í morgun ákvörðun um að skipa skuli nefnd sérfræðinga til að búa norrænt samstarf undir þær áskoranir sem vænta má að norrænu samfélögin muni standa frammi fyrir nú í upphafi nýrrar aldar.

Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans er formaður nefndarinnar.

Aðrir nefndarmenn eru:
Britta Lejon, ráðherra, Svíþjóð,
Ole Norrback, sendiherra, Finnlandi
Tove Bull, rektor, Noregi,
Lykke Friis, doktor, Danmörku,
Marianne Jensen, fyrrum fulltrúi í landsstjórn, Grænlandi,
Jóannes Dalsgaard, deildarstjóri, Færeyjum og
Anders Ingves, ráðgjafi, Álandseyjum

Norræna aldamótanefndin fær það hlutverk að varpa ljósi á þróunina í norrænu samfélögunum og skilgreina á hvaða sviðum löndin geta nýtt sér sameiginleg einkenni en þar með munu opnast nýjir möguleikar fyrir svæðið í heild og samstarfið milli landanna.

Menning, menntun, réttareining, landamærahindranir, norrænt atvinnusamstarf og tengsl Norðurlanda við grannsvæði eru hugtök sem nefndin mun vinna með. Aldamótanefndin á að skila af sér skýrslu þann 1. september árið 2000 en niðurstöðurnar verða síðan til umræðu á þingi Norðurlandaráðs.

,,Aldamótanefndin er vettvangur nýhugsunar í norrænu samstarfi. Ég er sannfærður um að nefndin mun skilgreina mikilvæg mál og koma með tillögur að sem vekja umræðu", segir Søren Christensen, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Nánari upplýsingar um Norrænu aldamótanefndina: Niels Refslund, Nordisk Ministerråd, í síma: +45 3396 0321 og á tölvupósti: [email protected]
Umboð nefndarinnar og æviágrip nefndarmanna er hægt að fá hjá Margaretha Persson, Nordisk Ministerråd í síma: +45 33 96 0200.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum