Hoppa yfir valmynd
10. mars 2009 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórn samþykkir frumvarp fjármálaráðherra um stofnun eignaumsýslufélags - Eva Joly verður ráðgjafi ríkisstjórnar við rannsókn á bankahruninu

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp fjármálaráðherra um stofnun hlutafélags í eigu ríkisins til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslegra mikilvægra atvinnufyrirtækja. Hlutafélagið verður starfrækt tímabundið og stofnun þess er í samræmi við þær tillögur sem endurreisnarnefnd bankakerfisins hefur áður gert grein fyrir. Ríkisstjórn samþykkti jafnframt frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um tekjuskatt og vaxtabætur sem miðar að því að hækka greiðslur vaxtabóta vegna skuldastöðu heimilanna. Fjármálaráðherra kynnti jafnframt hugmyndir um frekari ráðstafanir til greiðsluaðlögunar fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Eva Joly verður ráðgjafi ríkisstjórnar við rannsókn á bankahruninu

Á fundinum lagði dómsmálaráðherra til við ríkissstjórn að Eva Joly yrði sérstakur ráðgjafi vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins. Ríkisstjórnin samþykkti þá tillögu. Eva Joly er víðkunn af rannsóknum sínum á fjármálabrotum og fjármálaspillingu í Evrópu og víðar og gengdi áður stöðu rannsóknardómara í Frakklandi en er nú meðal annars ráðgjafi norsku ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin ræddi jafnframt aðrar aðgerðir í þágu heimilanna sem í undirbúningi eru.

Nánari upplýsingar:

Reykjavík 10. mars 2009

Sjá einnig:



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum