Hoppa yfir valmynd
31. mars 2009 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórn skipar hóp til að vinna úr ábendingum Kaarlos Jännäris um fjármálamarkað Þinglok óljós - mörg mikilvæg mál bíða afgreiðslu

Ríkisstjón Íslands fjallaði 31.mars á fundi sínum um skýrslu finnska bankasérfræðingsins, Kaarlos Jännäris, sem birt var 30. mars. Í henni gerir Jännäri grein fyrir athugunum sínum á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits hér á landi, um leið og hann leggur fram tillögur til úrbóta í átta liðum. Ríkisstjórnin fagnar vinnu Jännäris og hefur ákveðið að skipa starfshóp til að vinna úr ábendingum hans svo hrinda megi skynsamlegum tillögum í framkvæmd sem fyrst. Hópurinn verður skipaður fulltrúum þriggja ráðuneyta og á að skila ríkisstjórn tillögum eigi siðar en 15. apríl.

Ríkisstjórn ræddi einnig stöðu þingmála, en enn bíða fjölmörg mikilvæg mál afgreiðslu á þinginu. Lögð er áhersla á af hálfu stjórnarinnar að klára sem flest af þeim málum sem lögð hafa verið fram af hennar hálfu og snerta aðgerðir til að greiða úr brýnum vanda eða nauðsynlegar umbætur lýðræðismála. Af þessum sökum er enn óljóst hvenær þingi lýkur.

Reykjavík 31. mars 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum