Hoppa yfir valmynd
17. september 2009 Forsætisráðuneytið

Fundur forsætisráðherra með Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar

Jóhanna Sigurðardóttir og Miguel Angel Moratinos
Jóhanna Sigurðardóttir og Miguel Angel Moratinos

Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, átti fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, í Stjórnarráðshúsinu í kvöld. Ráðherrararnir ræddu tvíhliða samskipti Íslands og Spánar sem eiga sér langa sögu og þörfina á frekari samræðu milli stjórnvalda í löndunum m.a. um hagsmuni í sjávarútvegsmálum. Spánn tekur við formennsku í ráðherrarráði Evrópusambandsins um næstu áramót er formennskutímabili Svía lýkur og var rætt um þær áherslur sem Spánverjar munu hafa í forystuhlutverkinu. Forsætisráðherra þakkaði stuðning spænsku stjórnarinnar við umsókn Íslands að Evrópusambandinu og ráðherrarnir urðu ásáttir um að skiptast á upplýsingum í umsóknarferlinu.

Reykjavík 17. september 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum