Hoppa yfir valmynd
12. október 2009 Forsætisráðuneytið

Blaðamannafundur með forsætisráðherra og lögmanni Færeyja

Opinber heimsókn Kaj Leo Holm Johannesens, lögmanns Færeyja, hefst eftir hádegi í dag og stendur fram á miðvikudag. Lögmaðurinn á fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra síðdegis og verður af því tilefni efnt til blaðamannafundar í anddyri Stjórnarráðshússins kl. 17:30.

Lögmaðurinn skoðar Landnámssýninguna í Reykjavík, Þingvelli, Geysi, Gullfoss og Skálholt, auk þess sem hann kynnir sér fiskvinnslu hjá HB Granda og nýtingu jarðvarma í Nesjavallavirkjun. Þá heimsækir hann Alþingi og Háskóla Íslands, þar sem hann flytur ávarp. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur lögmanni kvöldverðarboð og hann heimsækir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands.

Reykjavík 12. október 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum