Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2010 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008.

Í umræðum um skýrsluna á Alþingi í dag sagði forsætisráðherra meðal annars: „Skýrslan og sú yfirsýn sem hún miðlar mun hjálpa okkur sem þjóð til þess að vinna úr því áfalli sem hrun ofvaxinna banka hafði í för með sér. Það samhengi atburða, ákvarðana og þróunar sem hún birtir mun veita okkur fótfestu til þess að standa þannig að endurreisninni að slík glórulaus áhætta með þjóðarbúið að veði verði ekki tekin á ný. Birting skýrslunnar boðar kaflaskil. Hún er þungur áfellisdómur yfir stjórnkerfi, stjórnmálum, eftirlitsaðilum og fjármálastofnunum en um leið áskorun um heiðarlegt uppgjör, breyttar leikreglur í stjórnmálum og nýja og skýrari starfshætti í stjórnkerfinu.“

Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í tilefni af birtingu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 12. apríl 2010.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum