Hoppa yfir valmynd
20. maí 2010 Forsætisráðuneytið

Hnattvæðingarþing norrænu ráðherranefndarinnar

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir hélt til Danmerkur í gær þar sem hún mun taka þátt í hnattvæðingarþingi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og reglulegum fundi norrænu forsætisráðherranna. Auk forsætisráðherra hinna Norðurlandanna taka leiðtogar norrænu sjálfsstjórnarsvæðanna þátt í fundunum.

Meginmarkmið hnattvæðingarþingsins er tvíþætt, annars vegar að skapa umræðu og vettvang hugmynda um hvernig Norðurlöndin gætu orðið frumkvöðlar á sviði tækniþróunar og vistvænnar orku, hins vegar að ræða hugmyndina orkusparandi samfélag og hvernig nýta mætti orku sem best. Virtir sérfræðingar og fyrirlesarar frá Norðurlöndunum og víðar, taka þátt í ráðstefnunni.

Á reglulegum fundi norrænu forsætisráðherranna verður rætt um sameiginleg málefni landanna. Á dagskránni eru meðal annars umræður um niðurstöður hnattvæðingarþingsins og frumkvöðlahlutverk Norðurlandanna í umhverfisvænni þróun og tækni, alþjóðlegu fjármálakreppuna og áhrif hennar á Norðurlöndunum og Evrópu, auk annarra alþjóðlegra málefna.

Reykjavík 20. maí 2010

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum