Hoppa yfir valmynd
1. júní 2010 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með leiðtogum aðildarríkja Eystrasaltsráðsins

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir sækir leiðtogafund Eystrasaltsráðsins sem haldinn er í Vilníus í Litháen, 1.-2. júní. Aðildarríki Eystrasaltsráðsins eru Norðurlöndin fimm, Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Pólland og Þýskaland, auk þess sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á aðild að ráðinu.

Á dagskrá Eystrasaltsráðsins að þessu sinni verða umræður um styrkingu svæðisbundins samstarfs, meðal annars á sviði efnahagsmála og orkumála en einnig verður fjallað um næstu skref í baráttu Eystrasaltsráðsins gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mansali.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum