Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2010 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Gimli og Mountain

Forsætisráðherra verður heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Kanada og Bandaríkjunum dagana 30. júlí – 2. ágúst næstkomandi. Íslendingahátíð er nú haldin í 111. sinn í Mountain, Norður Dakóta og í 121. sinn í Gimli í Manitoba. Forsætisráðherra mun taka þátt í dagskrá og menningarviðburðum á hátíðunum og flytja ávarp á hvorum stað.

Forsætisráðherra mun einnig funda með Greg Selinger, forsætisráðherra Manitoba, og taka þátt í fjölbreyttum menningarviðburðum og heimsóknum tengdum vesturferðum Íslendinga í upphafi síðustu aldar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum