Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2013 Forsætisráðuneytið

Til athugunar að koma á fót Þjóðhagsstofnun og hagráði

Til skoðunar hefur verið í forsætisráðuneytinu að stofna sérstakt hagsráð óháðra sérfræðinga til að leggja mat á efnahagsáætlanir. Jafnframt að setja á fót sjálfstæða stofnun í stað Þjóðhagsstofnunar sem lögð var niður fyrir 11 árum síðan. Verkefni hennar yrðu að vinna að efnahagsspám og samhæfingu hagstjórnar, en Hagstofa Íslands sinnir því hlutverki nú. Tillaga um að setja á fót slíka sjálfstæða stofnun er að finna í skýrslu þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Með fækkun ráðuneyta og breyttum verkefnum þeirra er stefnumörkun og stjórnsýsla efnahagsmála nú í höndum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Forsætisráðherra fól því Katrínu Júlíusdóttur, fjármála-og efnahagsráðherra, að leggja mat á þessar hugmyndir. Hún hefur nú ákveðið að skipa starfshóp sem ætlað er að semja tillögur um þjóðhagsspár og greiningu á hagstærðum sem og að kanna kosti þess að setja á fót sjálfstæða Þjóðhagsstofnun sem hafi slík verkefni með höndum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum