Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2014 Forsætisráðuneytið

Blár apríl hjá Stjórnarráðinu - vitundarvakning um einhverfu

Stjórnarráðshúsið baðað bláu ljósi
Stjórnarráðshúsið baðað bláu ljósi

Um heim allan taka fyrirtæki og stofnanir þátt í vitundarvakningu um einhverfu með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi í apríl. Þetta er tilkomið vegna þess að 2. apríl er alþjóðadagur einhverfunnar og blár er einkennislitur hennar.

Við erum stolt af því að í ár tekur Stjórnarráðið þátt í þessu verkefni með því að lýsa upp forsætisráðuneytið fyrstu vikuna í apríl og styður með því þennan góða málstað. 

Það er Styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur fyrir verkefninu en það er liður í söfnunarátaki félagsins. Áhugasamir geta styrkt málefnið. Nánari upplýsingar má finna hér: facebook.com/einhverfa og hér: liub.autismspeaks.org

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum