Hoppa yfir valmynd
3. mars 1999 Forsætisráðuneytið

Gjöf Jóns Sigurðssonar - Úthlutun

Úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar 1999

Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gáfu með erfðaskrá sinni mestan hluta eigna sinna til sjóðsstofnunar er hlaut nafnið Gjöf Jóns Sigurðssonar. Skyldi sjóðurinn verðlauna og styrkja vísindamenn fyrir rit er lúta að sögu Íslands, bómenntum þess, lögum, stjórn og framförum. Árið 1881 samþykkti Alþingi með þingsályktun að veita gjöf þessari viðtöku fyrir hönd þjóðarinnar. Hefur Alþingi síðan kosið verðlaunanefnd.

Á árunum 1889 til 1945 hlutu allmargir vísinda- og fræðimenn verðlaun úr sjóðnum. Eftir það varð hann sakir verðbólgu lítils megnugur. Árið 1973 fluttu þáverandi forsetar Alþingis þingsályktunartillögu um eflingu sjóðsins og var hún samþykkt í apríl 1974. Samkvæmt þeirri ályktun skal árlega veitt fé á fjárlögum í því skyni að sjóðurinn fái starfað samkvæmt tilgangi sínum. Þá var jafnframt ákveðið að árleg fjárveiting nemi eigi lægri fjárhæð en sem svarar árslaunum prófessors við Háskóla Íslands.

Með auglýsingu verðlaunanefndar Gjafar Jóns Sigurðssonar, dags. 19. júní 1998, var auglýst eftir umsóknum. Umsóknarfrestur var til 1. september 1998.

Verðlaunanefndin ákvað á fundi sínum 5. febrúar 1999 að úthluta fé sem hér segir:

1) Ármann Jakobsson fyrir ritið: Í leit að konungi. Konungsmynd íslenskra konungasgana, kr. 200.000.

2) Ástráður Eysteinsson fyrir ritið: Tvímæli. Þýðingar og bókmenntir, kr. 200.000.

3) Björn S. Stefánsson vegna ritsins: Lýðræði á nýrri öld, kr. 200.000.

4) Bókmenntafræðistofnun vegna útgáfu ritsins: Gefðu mér veröldina aftur. …, eftir Eirík Guðmundsson, kr. 200.000.

5) Einar G. Pétursson fyrir ritið: Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, kr. 300.000.

6) Clarence E. Glad og Ágúst Ásgeirsson vegna útgáfu ritsins: Klassísk menntun á Íslandi 1846–1996. Átök í íslenskri skólasögu, kr. 300.000.

7) Guðjón Friðriksson fyrir ritið: Einar Benediktsson, fyrsta bindi, kr. 200.000.

8) Guðmundur Magnússon fyrir ritið: Eimskip frá upphafi til nútíma, kr. 200.000.

9) Gunnar G. Schram fyrir ritið: Stjórnskipunarréttur, kr. 200.000.

10) Halldór Bjarnason vegna ritsins: Utanríkisverslun Íslands og þróun efnahagslífsins 1870–1913, kr. 300.000.

11) Helga Kress fyrir ritið: Stúlka. Ljóð íslenskra kvenna, kr. 200.000.

12) Hrefna Róbertsdóttir vegna ritsins: Landsins forbetran. Innréttingar og ullarvefsmiðjur átjándu aldar, kr. 300.000.

13) Jón Viðar Jónsson fyrir þessi rit:
Leyndarmál frú Stefaníu, kr. 300.000.
Safn til sögu íslenskrar leiklistar …, fyrsta bindi, kr. 200.000.

14) Ólína Þorvarðardóttir vegna ritsins: Brennuöldin – Galdur og galdramál 17. aldar í ljósi málskjala og sagnageymdar, kr. 300.000.

15) Ragnhildur Richter fyrir ritið: Lafað í röndinni á mannfélaginu. Um sjálfsævisögur kvenna, kr. 200.000.

16) Sagnfræðistofnun vegna útgáfu doktorsritgerðar Önnu Agnarsdóttur: Great Britain and Iceland 1800–1820, kr. 300.000.

17) Sigurður Gylfi Magnússon fyrir þessi rit:
Menntun, ást og sorg, kr. 200.000.
Bræður af Ströndum, kr. 200.000.

18) Sveinn Yngvi Egilsson vegna ritsins: Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík, kr. 300.000.

19) Þór Whitehead, fyrir ritið: The Ally Who Came in from the Cold, kr. 200.000.

Í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar eru: Ólafur Oddsson, formaður, Sigþrúður Gunnarsdóttir og Magdalena Sigurðardóttir.

Í Reykjavík, 19. febrúar 1999

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum