Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2001 Forsætisráðuneytið

Ráðherraskipti

    Frá ríkisráðsritara

    Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag veitti forseti Íslands Ingibjörgu Pálmadóttur lausn frá embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og skipaði Jón Kristjánsson alþingismann til að vera ráðherra í ríkisstjórn Íslands.

    Þá staðfesti forseti Íslands svohljóðandi úrskurð um breytingu á úrskurði um skiptingu starfa ráðherra:

    Samkvæmt tillögu forsætisráðherra er hér með gerð sú breyting á forsetaúrskurði nr. 72 frá 28. maí 1999, um skiptingu starfa ráðherra, að Jón Kristjánsson fer með ráðherrastörf þau sem Ingibjörgu Pálmadóttur voru falin í nefndum forsetaúrskurði og fer hann með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.

Ríkisráðsritari, 14. apríl 2001.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum