Styrkir

Ráðstöfunarfé ráðherra

Í fjárlögum undir forsætisráðuneytinu er fjárlagaliður sem nefnist „ráðstöfunarfé ráðherra“. Settar hafa verið eftirfarandi reglur er kveða á um málsmeðferð við úthlutun fjárins.

Reglur um úthlutun styrkja af ráðstöfunarfé ráðherra

1.    grein

Af ráðstöfunarfé ráðherra er heimilt að styrkja málefni og verkefni sem stuðla að framgangi íslenskra hagsmuna og til almannaheilla. Um heimild á fjárlagaliðnum ráðstöfunarfé ráðherra 01-199 1.10 fer skv. fjárlögum hverju sinni, en á fjárlögum ársins 2012 eru um að ræða 2,5 m.kr.

2.    grein

Sérhverjum er heimilt að senda inn umsókn um styrk til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 101 Reykjavík eða á netfangið postur@for.is.

3.    grein

Í umsókn um styrk skal koma fram:

  1. Heiti umsækjanda, kennitala, heimilisfang og upplýsingar um bankareikning.
  2. Upplýsingar um það til hvers styrkur er ætlaður.
  3. Kostnaðaráætlun og önnur fjármögnun ef við á.
  4. Fjárhæð styrks sem sótt er um.

4.    grein

Ráðuneytið getur gert kröfu um að styrkþegi skili, að verkefni loknu, greinargerð um framgang verkefnisins og ráðstöfun styrksins. Ef sýnt þykir að styrkfé hafi ekki verið varið í þeim tilgangi sem ætlað var getur ráðuneytið krafist þess að styrkurinn verði endurgreiddur í heild sinni.

5. grein

Reglur þessar eru birtar á heimasíðu ráðuneytisins.

Samþykkt í forsætisráðuneytinu 10. mars 2012