Vönduð lagasetning


Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið skv. 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Hafa bæði alþingismenn og ráðherrar rétt til að flytja frumvörp til laga. Þá hafa fastanefndir Alþingis lagt fram frumvörp í sínu nafni. Aftur á móti á stærstur hluti samþykktra laga rætur að rekja til frumvarpa sem ráðherrar flytja, svokallaðra stjórnarfrumvarpa.

Lesa meira um lagasetningu


Fréttir varðandi lagasetningu

Skýrsla um þróun reglubyrði atvinnulífsins á 143. til 145. löggjafarþingi - 28.10.2016

Sumarið 2015 fór ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur þess á leit við forsætisráðuneytið að taka saman yfirlit yfir þau frumvörp sem urðu að lögum á 143. til 145. löggjafarþingi og leggja auknar byrðar á atvinnulífið eða einfalda það regluverk sem fyrirtæki starfa eftir. Er niðurstöðuna að finna í skýrslu þessari. 

Lesa meira