Fréttasafn

Ný skipan í orðunefnd - 21.12.2000

Forseti Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra skipað Jón Helgason fyrrv. ráðherra og alþingismann í orðunefnd hinnar íslensku fálkaorðu í stað Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar, er lést fyrr á þessu ári. Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra - 11.12.2000

Illugi Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra. Illugi er 33 ára hagfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk hann nýverið prófi í rekstrarhagfræði frá London Business School. Lesa meira

Skipun nefndar um rafræna stjórnsýslu - 15.11.2000

Ríkisstjórnin hefur nýlega skilgreint rafræn viðskipti og rafræna stjórnsýslu sem fjórða forgangsverkefni í framkvæmd stefnu hennar um málefni upplýsingasamfélagsins. Lesa meira

Aðgengi að Internetinu haustið 2000 - 20.10.2000

Niðurstöður rannsóknar um aðgang að Interneti í september árið 2000 sem PricewaterhouseCoopers vann fyrir Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið.

Lesa meira

Samstarfsráðherra í Ríga - 6.10.2000

Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og norrænn samstarfsráðherra, situr fund samstarfsráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í Ríga í Lettlandi, mánudaginn 9. október.

Lesa meira

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna - 6.9.2000

Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpaði í dag leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn er í New York í Bandaríkjunum. Lesa meira

Heimsókn Gerhard Schröder kanslara Þýskalands til Íslands - 4.9.2000

Gerhard Schröder kanslari Þýskalands kemur til Íslands þriðjudaginn 5. september í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Lesa meira

Opinber heimsókn ráðherra til Eistlands í ágúst - 25.8.2000

Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen eiginkona hans verða í opinberri heimsókn í Eistlandi 29.-31. ágúst.
Lesa meira

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna í New York - 31.7.2000

Davíð Oddsson forsætisráðherra sækir leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 6.-8. september.
Lesa meira

Opinber heimsókn forsætisráðherra til Noregs - ágúst 2000 - 31.7.2000

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, verða í opinberri heimsókn í Noregi dagana 7.-8. ágúst í boði Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra.

Lesa meira

Embættistaka forseta Íslands - 24.7.2000

Embættistaka forseta Íslands fer fram þriðjudaginn 1. ágúst nk. Lesa meira

Alþingi á Þingvöllum - 30.6.2000

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag var gefið út forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman á Þingvöllum sunnudaginn 2. júlí nk. Lesa meira

Heimsókn forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador - 15.6.2000

Brian Tobin forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador kemur hingað til lands í boði forsætisráðherra Davíðs Oddssonar. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda og forseta Suður-Afríku - 8.6.2000

Í morgun átti Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem nú situr vorfund norrænu forsætisráðherra í Skagen í Danmörku í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, fund með Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku. Lesa meira

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda á Skagen í Danmörku - 6.6.2000

Fundur forsætisráðherra Norðurlanda á Skagen í Danmörku, sameiginlegur fundur norrænu forsætisráðherranna með Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku. Lesa meira

Skýrsla úrskurðarnefndar um upplýsingamál fyrir árið 1999 - 24.5.2000

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál starfar samkvæmt V. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 við að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að upplýsingum hjá stjórnvöldum á kærustigi.

Lesa meira

Opinber heimsókn ráðherra til Liechtenstein og Sloveníu maí 2000 - 14.5.2000

Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Liechtenstein mánudaginn 15. maí. Lesa meira

Námsval kynja - 14.4.2000

Í tilefni undirskriftar og kynningar á samstarfssamningi um átak til að jafna námsval kynja og auka hlut kvenna í forystustörfum boðar forsætisráðherra til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu kl. 11.30 í dag, föstudaginn 14. apríl. Lesa meira

Leiðtogafundur í Kolding - 11.4.2000

Davíð Oddsson forsætisráðherra heldur í dag til Danmerkur til að sitja leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Kolding á Jótlandi 12.-13. apríl. Lesa meira

Auglýsing um framboð og kjör forseta Íslands - 13.3.2000

Forsætisráðuneytið hefur sent Lögbirtingablaðinu til birtingar svolátandi auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands. Lesa meira

Heimsókn ráðherra til Ottawa Kanada - 4.3.2000

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, halda til Ottawa í Kanada síðdegis þriðjudaginn 4. apríl. Lesa meira

Skýrsla um starfsskilyrði stjórnvalda o.fl. - 21.2.2000

Forsætisráðuneytið hefur gefið út hjálagt rit um starfsskilyrði stjórnvalda. Lesa meira

Breytingar á lögum um þjóðlendur o.fl. - 25.1.2000

Með lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, var eignarhald á landi og hvers konar landsréttindum og hlunnindum á svæðum, sem ekki eru háð einkaeignarrétti, þ.e. hinum svonefndu þjóðlendum, falið ríkinu. Lesa meira

Senda grein