Fréttasafn

Forsætisráðherra einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari jafnréttisátaks UN Women - 17.2.2017

Frá ríkisstjórnarfundi þar sem jafnréttismál voru rædd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tekið ákvörðun um verða við beiðni um að vera einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti.

Lesa meira

Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar - 10.2.2017

Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna skýrslu nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007 – könnun á vistun barna á Kópavogshæli 1952–1993.

Lesa meira

Forsætisráðherra fjallar um stofnun nýs þjóðaröryggisráðs á fundi Varðbergs - 10.2.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp á fundi Varðbergs í Norræna húsinu 9. febrúar 2017 – sem haldinn var undir yfirskriftinni „Þjóðaröryggisráð – ný viðhorf í utanríkismálum“.

Lesa meira

Sérfræðingahópur um stöðuleikasjóð skipaður - 9.2.2017

Í stjórnarsátttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun stöðugleikasjóðs sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geti verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið.

Lesa meira

Sérfræðinganefnd um gengisstyrkingu: Níu leiðir til meiri stöðugleika - 8.2.2017

Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar hafa skilað greinargerð til ráðherranefndar um efnahagsmál. 

Lesa meira

Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands - 25.1.2017

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi meðfylgjandi tillögu til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Lesa meira

Fyrsta stefnuræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra - 24.1.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi

Í kvöld flutti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi. Í ræðu sinni fór forsætisráðherra yfir leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar og til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggst grípa til að stuðla að bæði jafnvægi og framsýni. 

Lesa meira

Heillaóskir forsætisráðherra til forseta Bandaríkjanna - 20.1.2017

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur sent Donald Trump, kveðjur og hamingjuóskir fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, í tilefni af innsetningu hans í forsetaembætti Bandaríkjanna.

Lesa meira

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar - 11.1.2017

Ríksstjórn Bjarna Benediktssonar á fyrsta ríkisráðsfundi með forseta Íslands

Á öðrum fundi ríkisráðs sem haldinn var sama dag féllst forseti Íslands á tillögu Bjarna Benediktssonar alþingismanns um skipun fyrsta ráðuneytis hans og gaf út úrskurð um skiptingu starfa ráðherra.

Lesa meira

Ríkisráðsfundir á Bessastöðum miðvikudaginn 11. janúar 2017 - 10.1.2017

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til tveggja funda á Bessastöðum miðvikudaginn 11. janúar 2017.

Lesa meira

Senda grein