Fréttasafn

Framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun efld - 24.3.2017

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipuð verði verkefnastjórn sem haldi utan um greiningu, innleiðingu og kynningu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

Lesa meira

Verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu skipuð - 12.3.2017

Markmið með endurmati peningastefnunnar er að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika með tilliti til hagvaxtar, verðbólgu, vaxta, gengis og atvinnustigs.

Lesa meira

Fjármagnshöft afnumin - 12.3.2017

Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna

Lesa meira

Bættur undirbúningur lagasetningar - 10.3.2017

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun nýjar reglur um undirbúning stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna. Markmiðið er einkum að auka gagnsæi í vinnsluferli frumvarpa, efla samráð milli ráðuneyta og stuðla almennt að vandaðri undirbúningi, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í HeForShe viðburði hjá Alþjóðabankanum í Washington - 9.3.2017

Forsætisráðherra ásamt Jim Yong Kim, Phumzile og Edgar Ramirez

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók í dag þátt í viðburði á vegum UN Women og Alþjóðabankans í Washington, þar sem forseti Alþjóðabankans, Jim Yong Kim, var boðinn velkominn í hóp HeForShe leiðtoga á vegum alþjóðastofnana.

Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2017- forsætisráðherra tekur þátt í viðburðum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York – HeForShe - 8.3.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og einn tíu málsvara HeForShe átaks UN Women úr hópi þjóðarleiðtoga tók í dag þátt í viðburðum á vegum UN Women í New York.  

Lesa meira

Forsætisráðherra tekur þátt í viðburðum á vegum Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars - 6.3.2017

HeForShe

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er kominn til Bandaríkjanna þar sem hann mun næstu daga meðal annars taka þátt í viðburðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York og Alþjóðabankans í Washington 

Lesa meira

Nýjar reglur um starfshætti ríkisstjórnar - 3.3.2017

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun nýjar reglur um starfshætti ríkisstjórnar. Reglurnar fela í sér veigamiklar breytingar á eldri reglum um sama efni, en markmiðið með breytingunum er að stórefla efnislegan undirbúning fyrir ríkisstjórnarfundi með auknu samráði og samhæfingu á milli ráðherra. 

Lesa meira

Forsætisráðherra endurskipar Dr. Katrínu Ólafsdóttur í peningastefnunefnd Seðlabankans - 28.2.2017

Forsætisráðherra hefur endurskipað Dr. Katrínu Ólafsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.

Lesa meira

Forsætisráðherra einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari jafnréttisátaks UN Women - 17.2.2017

Frá ríkisstjórnarfundi þar sem jafnréttismál voru rædd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tekið ákvörðun um verða við beiðni um að vera einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti.

Lesa meira

Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar - 10.2.2017

Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna skýrslu nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007 – könnun á vistun barna á Kópavogshæli 1952–1993.

Lesa meira

Forsætisráðherra fjallar um stofnun nýs þjóðaröryggisráðs á fundi Varðbergs - 10.2.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp á fundi Varðbergs í Norræna húsinu 9. febrúar 2017 – sem haldinn var undir yfirskriftinni „Þjóðaröryggisráð – ný viðhorf í utanríkismálum“.

Lesa meira

Sérfræðingahópur um stöðuleikasjóð skipaður - 9.2.2017

Í stjórnarsátttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun stöðugleikasjóðs sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geti verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið.

Lesa meira

Sérfræðinganefnd um gengisstyrkingu: Níu leiðir til meiri stöðugleika - 8.2.2017

Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar hafa skilað greinargerð til ráðherranefndar um efnahagsmál. 

Lesa meira

Breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands - 25.1.2017

Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi meðfylgjandi tillögu til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Lesa meira

Fyrsta stefnuræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra - 24.1.2017

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi

Í kvöld flutti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi. Í ræðu sinni fór forsætisráðherra yfir leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar og til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggst grípa til að stuðla að bæði jafnvægi og framsýni. 

Lesa meira

Heillaóskir forsætisráðherra til forseta Bandaríkjanna - 20.1.2017

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur sent Donald Trump, kveðjur og hamingjuóskir fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, í tilefni af innsetningu hans í forsetaembætti Bandaríkjanna.

Lesa meira

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar - 11.1.2017

Ríksstjórn Bjarna Benediktssonar á fyrsta ríkisráðsfundi með forseta Íslands

Á öðrum fundi ríkisráðs sem haldinn var sama dag féllst forseti Íslands á tillögu Bjarna Benediktssonar alþingismanns um skipun fyrsta ráðuneytis hans og gaf út úrskurð um skiptingu starfa ráðherra.

Lesa meira

Ríkisráðsfundir á Bessastöðum miðvikudaginn 11. janúar 2017 - 10.1.2017

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til tveggja funda á Bessastöðum miðvikudaginn 11. janúar 2017.

Lesa meira

Senda grein